27. apr. 2017

Berlínarferð

Dagana 20. – 23. apríl síðastliðinn dvaldi hópur nemenda úr valáfanganum „Berlín, mannlíf, menning og saga“ í Berlín. Nemendur skoðuðu helstu byggingar og kennileiti borgarinnar eins og Brandenborgar hliðið, þinghúsið, Stasifangelsið í Hohenschönhausen og minnisreitinn um berlínarmúrinn við Bernauerstraße. Nemendur voru til mikillar fyrirmyndar hvar sem þeir komu og voru skólanum til sóma.

Fréttasafn