Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru

Í dag fór fram falleg vígsluathöfn í anddyri Verslunarskóla Íslands, þar sem bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur var vígður. Bryndís Klara hefði orðið 18 ára í gær.

Bekkurinn er gjöf frá nemendum og foreldrum skólans og var hann formlega afhentur af Þórunni Sigþórsdóttur, formanni foreldrafélagsins. Foreldrar Bryndísar Klöru, Birgir og Iðunn og systir hennar, Vigdís, vígðu bekkinn ásamt vinkonum Bryndísar Klöru og fulltrúum Góðgerðarráðs Verzló. Sr. Guðni Már Harðarson blessaði bekkinn í lok athafnarinnar.

Aðrar fréttir