27. maí 2019

Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðust 308 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 298 úr dagskóla og 10 úr fjarnámi. Útskriftarhópurinn samanstóð af 198 stúlkum og 110 piltum.

Dúx skólans var Guðjón Ari Logason í 3-I. Hlaut hann bókagjafir og námsstyrk.

Semidúxarnir voru tveir að þessu sinni en það voru þau Katrín Edda Möller  í 3-I og Marín Matthildur Jónsdóttir í 3-I og hlutu þær bókagjafir og námsstyrk.

Aðrir nemendur með I. ágætiseinkunn fengu einnig bókagjafir og námsstyrk og voru það eftirfarandi nemendur:

Nafn Bekkur
Katla Björg Jónsdóttir 3-U
Matthildur L. Valdimarsdóttir 3-E
Fannar Steinn Aðalsteinsson 3-R
 Amanda Lind Davíðsdóttir 3-S 
Brynja Sveinsdóttir  3-B 
Iðunn Jóhannsdóttir  3-B 
 Steinunn Björg Böðvarsdóttir 3-S 
 Bryndís Helga Bragadóttir 3-A 
Katarina Tina Nikolic  3-F 
 Sóley Friðrika Hauksd. Maack 3-H 
 Þorsteinn Mikael Steinarsson 3-F 

Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður árið 2005 af fyrrverandi nemendum skólans í tilefni af 100 ára afmæli hans. Stofnframlag í sjóðinn var 50.000.000 króna. Í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins á annan hátt. Sjóðstjórn komst að þeirri niðurstöðu að veita verðlaun fyrir besta námsárangur á 1. og 2. ári og voru það eftirfarandi nemendur:

Nafn Bekkur
Elísa Sverrisdóttir 1-S
Snædís Edwald Einarsdóttir 2-X

Skólinn óskar öllum brautskráðum nemendum skólans innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni.

Fréttasafn