21. apr. 2021

Brautskráning stúdenta og verslunarfagfólks

Föstudaginn 28. maí kl. 14:00 munu nemendur sem hafa lokið námi í Fagnámi verslunar og þjónustu taka á móti skírteinum sínum. Fagnám verslunar og þjónustu er ný námslína ætluð starfandi verslunarfólki samhliða vinnu. Námsbrautin er samstarfsverkefni skólans og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks.

Brautskráning stúdenta mun fara fram í húsnæði skólans laugardaginn 29. maí næstkomandi. Athöfnin fer fram í Bláa sal og hefst klukkan 13:00. Gera má ráð fyrir að útskriftin taki um tvo og hálfan tíma og verður streymt frá athöfninni líkt og í fyrra. Endanlegt fyrirkomulag og aðkoma foreldra að athöfninni mun ráðast af þeim sóttvarnartakmörkunum sem þá verða í gildi.

Fréttasafn