24. feb. 2021

Breytingar á sóttvarnarreglum í framhaldsskólum

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra var kynnt í gær og tekur gildi frá og með deginum í dag, 24. febrúar og gildir til 30. apríl.

Helstu breytingarnar felast í afnámi 2 metra reglunnar í öllu skólastarfi. Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga þarf þó að vera 1 meter. Ef það er ekki hægt þá skal nota grímu.

Í sameiginlegum rýmum, s.s. við innganga, anddyri, snyrtingar og á göngum skólans, skal nota andlitsgrímur. Fyrir hið eiginlega skólastarf þýðir þetta í raun að allir skulu vera með grímu þegar þeir ferðast um skólann. Hins vegar, þegar nemendur eru komnir inn í kennslustofu, í sín sæti, þá þurfa þeir ekki að nota grímur að því tilskyldu að 1 meter sé á milli. Kennari þarf ekki heldur að bera grímu í kennslustofu þegar fjarlægð frá nemendum er meiri en 1 meter.

Bókasafnið getur nú tekið við fleiri gestum og mun setja fram verklag sem sniðið er að því rými.

Viðburðir tengdir félagslífi framhaldsskóla, svo sem fyrirlestrar, ræðukeppnir o.fl., eru heimilir í skólabyggingunni með 150 manna fjölda- og nálægðartakmörkunum. Fari hámarksfjöldi yfir 150 gilda reglur um samkomutakmarkanir samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum.

Fréttasafn