18. nóv. 2016

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu var rapparinn góðkunni, Erpur Eyvindarson, fenginn til að koma í Versló og fræða nemendur um rappið, tilurð þess og hvert efnið í textana er sótt. Erpur lét gamminn geysa og útskýrði á hressilegan hátt hvernig rapptextar hans verða til og hafi einhver haldið að það sé tilviljunum háð er það mesti misskilningur.  Þvert á móti sækir hann efni m. a.  til gamalla handrita frá 13. öld, í talmál og slangur nútímans, grípur til gamalla orða og endurlífgar þau. Forminu má líkja við hið forna form þulunnar sem byggist á endarími, stuðlum og höfuðstöfum. Þetta útskýrði Erpur með því að taka nokkur rappdæmi eftir þörfum. Erpur átti salinn og fékk góðar viðtökur.

Fréttasafn