8. mar. 2016

Ísak Valsson í úrslit eðlisfræðikeppninnar

Eðlisfræðifélag Íslands heldur ár hvert eðlisfræðikeppni fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Keppnin er í tveimur umferðum, annarsvegar landskeppni þar sem öllum nemendum framhaldsskóla er boðið að taka þátt og hins vegar lokakeppni fyrir 14 efstu keppendurna úr landskeppninni.
Ísak Valsson í 6-X var einn þeirra nemenda sem komst áfram í lokakeppnina sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 2. og 3. apríl næstkomandi.

Við óskum honum innilega til hamingju með góðan árangur.

Fréttasafn