Erasmus+ fundur í Porto
Dagana 8.-14. apríl dvöldu 5 nemendur úr 3-A ásamt tveimur kennurum í Porto, Portúgal. Tilefnið var lokafundur tveggja ára Erasmus+ verkefni, Welcome to My City. Nemendurnir unnu margvísleg verkefni í blönduðum hópum. Þau héldu erindi á ensku um innflytjenda og flóttamanna löggjöf í heimalandinu og sögðu frá sjálfboðavinnu til styrktar góðgerðasamtökum sem hjálpa flóttamönnum. Það gafst einnig tími til að skoða hina undurfögru borg Porto og eyða kvöldstund með portúgölskum samtökum sem aðstoða innflytjendur við að aðlagast samfélaginu. Vikan var bæði þroskandi og skemmtileg. Nemendur kynntust einnig portúgölskum heimilum þar sem þeir gistu í heimahúsum.