12. okt. 2022

Erasmus plús verkefni - DCES

Í lok septembermánaðar fóru fjórar stelpur úr 3-A, þær Ásdís Aþena, Dagbjört María, Iðunn og Hildur, í vikuferð til eyjarinnar Kos í Grikklandi ásamt kennurunum Hönnu Lilju og Sigrúnu Björk. Tilgangur ferðarinnar var þátttaka í Erasmus plus verkefni milli Verzlunarskóla Íslands og skóla í Svíþjóð, Póllandi, Grikklandi, Slóvakíu og Ítalíu.

Verkefnið heitir Digital Competence & e-Satety, sem gengur út á að nemendur læri um hættur á netinu, persónuvernd og samskipti á netmiðlum.

Ferðin gekk vel í alla staði. Nemendur gistu á grískum heimilum og kynntust menningunni vel. Fyrri hluta dags unnu nemendur saman að ýmsum verkefnum tengdum netöryggi og samskiptum á netinu í framhaldskólanum 2nd Lyceum of Kos. Seinni partinn gafst svo tækifæri til að heimsækja nokkra markverða staði í hitanum og sólinni.  

Fréttasafn