Erasmus+ Strenghts and Weaknesses in the Media - fundur í Schleswig dagana 8.-14. desember
Samstarfsskólar Verzlunarskóla Íslands í verkefninu, Erasmus+ Strenghts and Weaknesses in the Media eru frá Þýskalandi, Búlgaríu, Króatíu og Ungverjalandi. Eins og heiti verkefnisins gefur til kynna fjallar það um styrkleika og veikleika fjölmiðla og netmiðla. Nemendur vinna ýmis konar verkefni þar sem markmiðið er að hjálpa þeim t.d. að bera kennsl á falsfréttir og auka netmiðlalæsi þeirra. Fundinn sóttu sex nemendur í 3-B ásamt tveimur kennurum. Síðasti fundurinn í þessu tveggja ára verkefni verður svo haldinn á Íslandi í lok mars.