Erasmus+ verkefnið S.W.I.M

Verzlunarskólinn er þátttakandi í Erasmus+ verkefninu, S.W.I.M sem er alþjóðlegt verkefni um styrk- og veikleika fjölmiðla. Það eru nemendur á nýsköpunar- og listabraut (3-B)sem taka þátt í verkefninu ásamt kennurum sínum, þeim Ármanni Halldórssyni, Berthu Sigurðardóttur og Hólmfríði Knútsdóttur. Löndin sem taka þátt í verkefninu eru Ísland, Ungverjaland, Þýskaland, Búlgaría og Króatía. Hópurinn sem tekur þátt í verkefninu ferðast til landanna ásamt kennurum sínum, funda þar og leysa ýmis verkefni sem öll snúa að fjölmiðlum. Nú þegar hefur hópurinn heimsótt Ungverjaland en þar var unnið með prentmiðla, í Búlgaríu var áherslan á útvarpsmiðla og í Króatíu var unnið með falsfréttir og sviðsettar atburðarrásir og myndir þannig að þær virki samt sannfærandi í pólitískum tilgangi. Á Íslandi mun­ hópurinn vinna með kvik­myndina Nig­htcrawler en myndin fjallar um þegar fjöl­miðlafólk geng­ur of langt og fer að sviðsetja frétt­ir til að vekja at­hygli á sér. 

Verkefnið fékk skemmtilega umfjöllun á MBL, sem hægt er að nálgast hér:  Læra um falsfréttir og fjölmiðla

Aðrar fréttir