18. nóv. 2022

Eystrasaltskeppnin í stærðfræði

Eystrasaltskeppnin í stærðfræði fór fram dagana 10.-14. nóvember í Tromsø í Noregi. ​Verzlunarskólinn átti fulltrúa í keppninni í ár og var það Ragna María Sverrisdóttir, nemandi í 2X. Keppnin sem er haldin árlega er liðakeppni þar sem hver þjóð hefur fjórar og hálfa klukkustund til þess að leysa saman 20 dæmi. Í ár tóku 10 þjóðir þátt.

 

Keppendur fengu að fara í vettvangsferðir meðal annars á vísindasafnið í Tromsø og í norðurljósaskoðun. Á lokakvöldinu fóru keppendur með kláfi á veitingastað í um 420 metra hæð yfir sjávarmáli þar sem var glæsilegt útsýni yfir Tromsø.

Fréttasafn