18. mar. 2019

Frakkar í heimsókn

Dagana 15. til 23.mars taka 24 nemendur á 1. ári með frönsku sem 3.mál á móti jafnöldrum sínum úr menntaskólanum Le Lycée Chateaubriand í Rennes, en borgin Rennes 215.000 manna borg á Bretagne skaga.
Dvelja nemendurnir hjá íslenskum fjölskyldum og kynnast við það íslenskum háttum, siðum og venjum. Auk þess að sitja í tímum mun hópurinn fara Gullna hringinn, heimsækja Hellisheiðavirkjun, DeCode Genetics, Kjarvalstaði, Þjóðminjasafnið, þau heimsækja einnig vinnustofu listamanns og hring um Reykjanesið.
Á haustmánuðum 2019 munu síðan íslensku ungmennin dvelja í eina viku hjá frönskum fjölskyldum á Bretagn skaga.

Fréttasafn