04.06.2025 Fróðleg heimsókn NGK á Alþingi Norðuratlantshafsbekkurinn – NGK heimsótti á dögunum Alþingi Íslendinga. Þar tók Atli Freyr Steinþórsson, starfsmaður skrifstofu Alþingis, á móti hópnum og veitti fróðlega og skemmtilega leiðsögn um húsið. Hann sagði frá sögu þingsins og kynnti einnig mörg af þeim glæsilegu listaverkum sem prýða Alþingishúsið. Auk þess hitti hópurinn alþingismanninn Pawel Bartoszek, sem deildi reynslu sinni af þátttöku í stjórnmálum og sagði frá starfi sínu á Alþingi. Nemendur spurðu Pawel áhugaverðra spurninga og áttu við hann góð og innihaldsrík samtöl.