8. mar. 2018

Gestir frá St. George's menntaskólanum

Þessa vikuna dvelja hér á landi 11 nemendur og tveir kennarar frá St George‘s menntaskólanum á Rhode Island. Heimsóknin er liður í árlegum nemendaskiptum Verzlunarskólans og St. George‘s. Amerísku nemendurnir dvelja á heimilum þeirra nemenda sem sóttu St. George‘s heim á síðastliðnu hausti. Nemendurnir hafa notað vikuna vel, skoðað Reykjavík, farið í dagsferð á Gullfoss og Geysi, í Þjóðminjasafnið og fleira. Í kvöld er svo ferðinni heitið í Bláa lónið. Samskipti milli skólanna hafa staðið yfir í nokkur ár og verið ákaflega farsæl.

 

 

Fréttasafn