11. okt. 2019

Gjöf frá afmælisárangi 25. ára stúdenta

Skólanum barst á vormánuðum gjöf frá afmælisárgangi 25 ára stúdenta, útskrifuðum 1994.
Gjöfin var veglegur styrkur sem ætlaður var til tækjakaupa fyrir starfrænu smiðju skólans. Keyptir voru tveir 3-D prentarar og eru þeir staðsettir í stofu 1.
3-D prentara er til dæmis hægt að nota í ýmsa hönnunarvinnu, meðal annars til frumgerðasmíða, til að búa til hluti sem hægt er síðan að gera mót eftir og steypa í hin ýmsu efni og jafnvel til að búa til nákvæma eftirmynd af hönnuðinum sjálfum.
Þetta er ómetanleg gjöf sem gefur nemendum okkar enn eitt verkfærið til að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. 

Fréttasafn