25.09.2024 Glæsilegt nýnemaball í Kórnum Fimmtudaginn 19. september var haldið nýnemaball í Kórnum. Ballið var skipulagt af stjórn NFVÍ. Alls mættu rúmlega 900 nemendur, þar af voru 522 sem blésu í áfengismæli og settu þar með nafn sitt í edrúpott. Foreldrafélagið veitti eftirfarandi verðlaun: Þrír Iphone 16 símar Gjafakort í Kringluna Pizzaveisla fyrir þá bekki þar sem flestir blésu í áfengismæli Auk þess að gefa þessa glæsilegu verðlaun stóðu fulltrúar frá foreldrafélaginu vaktina fyrir utan ballstaðinn og er óhætt að segja að vel hafi verið tekið á móti nemendum með teppi og heitum drykk þegar þeir mættu prúðbúnir en ekki endilega vel búnir. Vinningshafar símanna voru: Aldís María Smáradóttir, 1.E Hrafnhildur Eva Davíðsdóttir, 2.T Heiða María Magnússon, 3.X Ennfremur voru gjafabréf í Matbúð í verðlaun. Óskum við vinningshöfum til hamingju. Ballið var vel sótt og nemendur nutu þess sannarlega að hittast og eiga góða stund saman.