30.09.2024 Heimsókn frá Írlandi Í síðustu viku kom hingað til lands skólahópur frá Wilson’s Hospital School á Írlandi. Hópurinn eyddi föstudagsmorgninum í tímum með íslensku nemendunum sem þau voru að heimsækja. Að því loknu heimsótti hópurinn Alþingi þar sem þau fengu skemmtilega leiðsögn. Ármann kennari tók síðan á móti þeim og sýndi hópnum háskólasvæðið, þar skoðuðu nemendur einnig nýja sýningu í Loftskeytastöðinni um Vigdísi Finnbogadóttur. Dagurinn endaði á góðri heimsókn í Sky Lagoon, þar sem allir slökuðu á. Á laugardeginum dvöldu írsku nemendurnir með íslensku fjölskyldunum sem þau gistu hjá og var margt skemmtilegt brallað þá. Um kvöldið tók nemendahópurinn sig saman og skipulagði hitting í Verzlunarskólanum þar sem pítsaveisla var haldin. Á sunnudeginum fór allur hópurinn saman á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Það var bjartur og skemmtilegur dagur sem allir nutu vel. Írski nemendurnir lögðu síðan af stað aftur til Írlands eldsnemma á mánudagsmorgni. Heimsóknin var stutt en innihaldsrík og skemmtileg. Írsku nemendurnir fengu tækifæri til að upplifa íslenska náttúru sem tengdist írskum jarðfræðiáfanga, á meðan íslensku nemendurnir æfðu sig í ensku. Íslenski hópurinn mun síðan heimsækja írska hópinn í febrúar á næsta ári.