6. apr. 2017

Helga Kress - „Engin hornkerling vil ég vera"

„Engin hornkerling vil eg vera,“ var yfirskrift erindis Helgu Kress sem hún hélt í Bláa sal í gær, miðvikudaginn 5. apríl. Þar gerði Helga grein fyrir hugmyndum sínum um þá frægu persónu, Hallgerði langbrók, sem margir vilja líta á sem fyrsta femínista Íslandssögunnar. Erindi Helgu vakti athygli og hún fékk góða áheyrn og viðbrögð við erindi sínu.  Þess má geta að Njála er sívinsæl meðal unga fólksins og hefur um nokkurt skeið verið kennd í 6. bekk. 

Fréttasafn