23.09.2024 Jarðfræðiferð Jarðfræðiferð um Heiðmörk og Elliðaárdal var farin í síðustu viku þar sem nemendur kynntu sér jarðfræðina í nágrenni Reykjavíkur og skoðuðu stóru misgengin í Heiðmörk sem eru samskonar sprungur og er að finna í Grindavík og tengjast fráreksbelti sem liggur í gegnum landið. Nemendum fannst tilkomumikið að horfa ofan í hyldjúpa Vatnsgjá og finna fyrir þeim kröftum sem móta landið okkar. Myndirnar eru teknar í Elliðaárdal, Búfellgjá, Búrfellsgíg og Valabóli.