Jón Gnarr í heimsókn í ritlistartíma hjá 3-B
Miðstöð íslenskra bókmennta býður framhaldsskólum upp á höfundaheimsóknir í vetur og við fengum frábæra heimsókn í vikunni frá Jóni Gnarr.
Jón Gnarr kom og hitti nemendur og kennara í ritlist þar sem hann sagði frá fjölbreyttum ritstörfum sínum og sköpun gegnum tíðina. Nemendur tóku mjög vel á móti honum og spurðu ótal spurninga um t.d. persónusköpun og innblástur.