Kennsla hefst 5. janúar

Kennsla hefst í skólanum á miðvikudaginn klukkan 8:30 samkvæmt stundatöflu.

Hvað þarf að hafa í huga við þær aðstæður sem eru uppi núna? 

  • Grímuskylda er í skólanum. Gríman getur ekki einungis komið í veg fyrir smit heldur minnka líkur á sóttkví ef allir bera grímur. Taka má grímuna niður í kennslustundum ef fjarlægðarmörk eru virt.
  • Bekkjarfélagar ykkar verða einhverjir heima í sóttkví og einangrun. Við þurfum að hjálpast að við að streyma kennslustundum til þeirra. Hægt er að notast við ipada sem eru til á bókasafni skólans.
  • Einhverjir kennarar verða líka heima í sóttkví og einangrun. Ef heilsa og aðstæður leyfa munu þeir vera í samaskiptum við ykkur í gegnum TEAMS og INNU.
  • Stundataflan ykkar heldur sér þó einhver kennari sé heima. Tíminn er þá ætlaður til náms í faginu og fyrir kennarann að vera í samskiptum við ykkur.
  • Matbúð verður lokuð en vefverslun Matbúðar verður opin.
  • Bóksala skólans verður rafræn í gegnum vefverslun Matbúðar.
  • Ekki verður boðið upp á hafragraut fyrstu skóladagana.
  • Nemendur eru beðnir um að halda uppröðun í stofum og færa borð ekki saman. Að sitja með bil á milli minnkar líkur á að nemendur fari í sóttkví.
  • Hópamyndun er ekki leyfð og því biðlum við til nemenda að vera eins mikið og hægt er í kennslustofum á milli tíma og í eyðum.

Næstu dagar og vikur munu reyna á alla, jafnt nemendur sem kennara og aðra starfsmenn skólans. Hjálpumst að við að halda skólanum opnum og skólastarfinu í nokkuð eðlilegu horfi. Förum eftir þeim reglum sem gilda í skólanum hvað varðar sóttvarnir.

Hjálpum þeim sem eru heima að fylgjast með og taka þátt í skólastarfinu.

Endurtektarpróf verða haldin í næstu viku og fyrirkomulag prófsýningar vegna jólaprófa verður auglýst á næstu dögum.

Aðrar fréttir