13. mar. 2017

Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði

  • Liffraedi

Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði var haldin 25. janúar síðastliðinn. Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði er haldin ár hvert í öllum framhaldsskólum landsins. Landskeppnin hefur það að markmiði að efla áhuga og þátttöku íslenskra menntaskólanema í líffræði. Þreytt voru fræðileg og verkleg próf í Öskju og Læknagarði. Röð keppenda byggir á stigafjölda í fræðilegum og verklegum prófum auk mats á verklegum vinnubrögðum.  Þeim 4 nemendum sem ná bestum árangri verður svo boðið að taka þátt í Ólympíkeppni í líffræði sem í ár mun fara fram í Englandi.

1. Bjarni Ármann Atlason, VÍ
2. Viktor Ingi Ágústsson, VÍ
3. Mikael Snær Gíslason, FNV
4. Védís Mist Agnadóttir, MR

Við óskum Bjarna Ármanni og Viktori Inga og öllum keppendum til hamingju með árangurinn.

Liffraedi

Fréttasafn