Landsráðstefna Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi
Dagana 16-20. október var önnur landsráðstefna Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi haldin í Verzlunarskóla Íslands. Á ráðstefnunni tóku fjögur ungmenni frá skólanum þátt auk 60 annarra ungmenna. Mikill alþjóðlegur andi ríkti í Versló þessa daga því ungmennin voru frá 20 mismunandi Evrópulöndum og fengu þátttakendur að kynnast fjölbreyttri menningu og eignast vini frá allri Evrópu.
Ráðstefnan var þing sem bar heitið „Sustaintability – Modern Solutions taking the lead“ þar sem ungmennin lærðu að taka virkan þátt og rökræða við aðra til að komast að sameiginlegum lausnum. Á þinginu voru rædd mismunandi málefni, eins og til dæmis geðheilsa ungmenna, skilvirk ættleiðingakerfi, umhverfisvænar samgöngur og umhverfisvænar byggingar.
Evrópska ungmennaþingið eru samtök sem hafa það að markmiði að fræða ungmenni um málefni sem snerta Evrópubúa. Samtökin eru starfrækt í 40 löndum álfunnar og haldnir eru um 600 viðburðir á hverju ári með um 35.000 þátttakendum í heildina. Unnið er að því að hvetja til virkrar samfélagsþátttöku innan Evrópu og jafnframt að vekja athygli á málefnum sem viðkoma álfunni.
Hægt er að skoða fleiri myndir og myndbönd af ráðstefnunni á Facebook síðunni Reykjavík 2019 – 2nd National Selection Conference of EYPIceland
Einnig má skoða frumvörpin sem rædd voru á þinginu á eftirfarandi vefslóð: https://issuu.com/erikkoeken/docs/resolution_booklet_reykjav_k_19