2. nóv. 2021

Listó kynnir: Kölski klæðist Prada

Frumsýning 5. nóvember

Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp sýningu í hátíðarsal skólans á hverju ári og eru það nemendur skólans sem að sjá um allt sem viðkemur sýningunni eins og sviðsmynd, förðun, leikskrá og svo margt fleira. Listafélagið hefur unnið hörðum höndum síðustu mánuði við uppsetningu “Kölski klæðist Prada” og er nú loks kominn tími til að sýna almenningi afraksturinn.

Kölski klæðist Prada er leikrit byggt á hinni feikivinsælu bíómynd The Devil wears Prada sem að kom út árið 2006. Sagan fjallar um Andy Sachs sem er að reyna að fóta sig í lífinu eftir háskóla og byrjar, fyrir hálfgerða slysni, að vinna hjá tískutímaritinu Runway þar sem að Miranda Prestley er við stjórn. Áður en Andy veit af hefur líf hennar umturnast og hún þarf að takast á við alls kyns hindranir.

Foreldrar og aðrir forsjáraðilar eru hvattir til þess að mæta á sýninguna og taka aðra fjölskyldumeðlimi með, enda sýningin góður vitnisburður um þróttmikið og heilbrigt félagslíf skólans. Miðabókanir  er hægt að nálgast hér.

Fréttasafn