17. nóv. 2022

Menningartengsl við Slóveníu og Portúgal

  • Feðginin Hreimur og Embla tóku lagið
  • Góð heimsókn í Friðheima
  • Nemendur unnu verkefni um orðatiltæki frá löndunum sínum
  • Hópurinn við Gullfoss

Vikuna 8.-15. nóvember tók 2-A á móti hópi nemenda frá Slóveníu og Portúgal í Erasmus+ verkefninu Cultural heritage connects. Nemendurnir unnu að ýmis konar verkefnum sem lúta að menningu landanna, móðurmálum og öðru skemmtilegu. Hópurinn fór hinn klassíska gullhring, skellti sér í Bláa lónið og fékk svo tækifæri til að fara á Vælið sem þeim fannst mögnuð upplifun. Hópurinn var svo kvaddur í flottri veislu þar sem nemendur okkar komu með gómsætar veitingar og Hreimur og dóttir hans Embla tóku lagið! Á vorönn verða svo fundir í hinum löndunum þar sem verkefnið heldur áfram. Nemendurnir og kennararnir  voru mjög ánægðir með dvölina á Íslandi sem lýsir sér einna best í orðum nemanda úr hópnum „Ég elskaði allt við að vera á Íslandi!“ 

Fréttasafn