16.11.2023 Nemendur heimsækja Helsinki Átta nemendur á 2. ári á viðskiptabraut eru staddir í Helsinki í Finnlandi ásamt tveimur kennurum á vegum Nord+. Yfirskrift verkefnisins er félagsleg sjálfbærni þar sem nemendur fá bæði fræðslu og vinna verkefni tengdu málefninu. Verkefnin eru unnin í blönduðum hópum með nemendum frá skólum í Helsinki, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Hóparnir ræða saman og draga lærdóm af því sem fjallað er um í kynningum og heimsóknum. Samhliða skipulagðri dagskrá hafa nemendur að auki fundið sér ýmislegt skemmtilegt að gera á kvöldin, s.s. sjósund, gufuböð, go-kart, farið á íshokkíleik og heimsótt gamalt sögulegt virki. Nemendur okkar standa sig vel og eru fjöskyldum sínum og skólanum til mikils sóma.