13. okt. 2022

Nemendur og kennarar skelltu sér í bíó

Nemendur á þriðja ári í nútímabókmenntum skelltu sér ásamt kennurum á kvikmyndina Svar við bréfi Helgu en þau höfðu nýlokið við lestur samnefndrar bókar Bergsveins Birgissonar sem myndin er gerð eftir. Hversu ljúft að hafa tækifæri til að gera eitthvað menningarlegt og skemmtilegt með nemendum en tengja það samt skólastarfinu og námsefninu. Í kjölfarið skrifuðu nemendur ræður um efni bókarinnar sem voru vægast sagt litríkar og líflegar, enda tilfinningaþrungin og dramatísk saga. 

Fréttasafn