Nemendur Verzlunarskóla Íslands á spænskunámskeiði

Dagana 1.–5. september sóttu átta nemendur úr Verzlunarskóla Íslands vikulangt spænskunámskeið við Háskólann í Santiago de Compostela (USC) í Galisíu á Spáni.

Ferðin var hluti af námsstyrk sem USC veitti fjórum nemendum fyrir að vera í einum af sigurhópum í myndbandakeppni sem fram fór á Spænskuhátíðinni á Íslandi fyrr á árinu. Styrkurinn fólst í námskeiðinu sjálfu, hálfu fæði og gistingu á stúdentagörðum háskólans. Sigurhópurinn samanstóð af Gunnari Þór Davíðssyni, Erlingi Ólafssyni, Ólafi Ragnari Matthíassyni og Þórdísi Hrafntinnu Þráinsdóttur – öll úr 3-Y.

Samhliða tóku fjórir aðrir nemendur úr 3-D, Eyþór Elvar Þórarinsson, Orri Ellasen, Róbert Liljar Sigurjónsson og Sigurður Sveinn Guðjónsson – þátt í námskeiðinu til að efla færni sína í spænsku.

Þetta var einstakt tækifæri fyrir nemendurna til að bæta spænskukunnáttu sína og fá innsýn í spænska og galíska menningu og sögu.

Aðrar fréttir