25. okt. 2022

Nemendur VÍ stóðu sig vel í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Þriðjudaginn 4. október fór fram forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Ragna María Sverrisdóttir í 2X náði góðum árangri og lenti í 3. sæti keppninnar og hefur henni verið boðið að taka þátt í Eystrasaltskeppninni sem haldin verður 10. – 14. nóvember í Noregi. Jón Snider og Alexander K. Bendtsen í 3Y stóðu sig einnig með prýði og eru þau öll þrjú komin áfram í lokakeppnina sem fer fram í mars 2023.

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn. 

Fréttasafn