10. feb. 2019

NGK - Kynningarfundur þriðjudaginn 12. febrúar kl. 15:30

Norður-Atlantshafsbekkurinn

Frá og með skólaárinu 2019-2020 gefst nokkrum íslenskum nemendum, sem eru að ljúka grunnskóla, kostur á nýjung í námsframboði á framhaldsskólastigi.

Kynningarfundur verður þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 15:30 í Verzló, nánar tiltekið í Græna sal. Bækling um verkefnið má nálgast hér .

Fjórir framhaldsskólar, þ.e. Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, hafa ákveðið að standa saman að tilraunaverkefni sem felur í sér að stofna einn framhaldsskólabekk þar sem koma um 7 nemendur frá hverju landi fyrir sig. Nemendurnir munu stunda nám við alla þessa skóla. Fyrst í Danmörku síðan í Færeyjum og svo Íslandi og enda svo á Grænlandi. Námsframboð og kennsla er samkvæmt danskri námskrá og stúdentsprófið verður eins og frá dönskum framhaldsskóla. 

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu skólans og einnig er hægt að senda fyrirspurn á verslo@verslo.is. Umsóknarfrestur er til loka febrúar 2019.

Fréttasafn