28. sep. 2017

Nordplus verkefni í Versló

  • IMG_1767_1506602658099

Þessa vikuna stendur yfir fundur í Nordplus verkefni þriggja landa, Íslands, Svíþjóðar og Noregs. Verkefnið ber yfirskriftina Opening Doors into the Global Market og er eins árs verkefni sem nemendur á þriðja ári viðskiptabrautar taka þátt í. Fyrsti fundurinn er haldinn í Versló, annar fundurinn í nóvember í Noregi og sá þriðji í mars 2018 í Svíþjóð. Hlutverk nemendanna er að setja á stofn netverslun og reka hana á meðan á verkefninu stendur.

Fréttasafn