11. feb. 2021

Norður Atlantshafsbekkurinn

Nemendur í Norður Atlantshafsbekknum stunda nám á náttúrufræðibraut. Líffræði er einn af áföngum stundatöflu þeirra á þessari önn. Á dögunum hélt bekkurinn litla ráðstefnu um HIV-veiruna og buðu kennurunum sínum og stjórnendum. Nemendurnir gerðu veggspjöld og fjallaði eitt veggspjaldið um upphaf veirunnar á 9. áratugnum, eitt um veiruna sjálfa og eitt um meðferð og lyf. Ráðstefnan fór fram á dönsku sem er það tungumál sem nám nemanda fer fram á.

Hægt er að kynna sér betur NGK verkefnið hér: Norður Atlantshafsbekkurinn

Fréttasafn