18. maí 2009

Einkunnaafhending

Nú eru próf hafin í öllum bekkjum og nemendur minntir á að skoða vel klukkan hvað þeir eiga að mæta. Tíminn er ekki alltaf sá sami. Sjúkrapróf verða miðvikudaginn 13. maí í 6.bekk og föstudaginn 15. maí í öðrum bekkjum. Verzlunarprófsskírteini verða afhent við hátíðlega athöfn í Bláa sal miðvikudaginn 20.maí kl.10:00. Einkunnir verða afhentar í þriðja og fimmta bekk þann 20. kl. 12:30 í heimastofum. Útskrift stúdenta fer fram laugardaginn 23.maí í Háskólabíói. Prófsýning verður í öllum bekkjum miðvikudaginn 20.maí kl. 13:00 - 14:30. Endurtekningapróf fara síðan fram dagana 2., 3. og 4.júní.

Fréttasafn