Kennarar og nemendur tefla
Nokkrir nemendur komu að máli við skólastjóra og fóru þess á leit við hann að skólinn keypti taflborð fyrir nemendur eða aðstoðaði þá við slík kaup. Skólastjóri tók vel í það með því skilyrði að nemendur skoruðu á kennara í einvígi. Fór keppnin fram í hádeginu þann 9.9. og lauk með sigri nemenda. Fóru leikar þannig að nemendur unnu 8 skákir og gerðu 1 jafntefli en kennarar fóru með sigur af hólmi í þremur skákum og gerðu eitt jafntefli. Mun skólastjóri nú standa við orð sín og því munu nemendur og kennarar etja kappi síðar á nýjum borðum.