15. sep. 2009

Gestir frá Eistlandi

 

Evrópsk vika verður hjá 5.-B og hluta af 5.-A dagana 11.-18. september.  25 Eistar frá menntaskóla í Tallinn ásamt tveimur kennurum eru í heimsókn hjá þeim.  Þessi nemendaskipti byrjuðu síðastliðið vor þegar íslensku nemendurnir fóru til Tallinn ásamt tveimur kennurum og dvöldu þar í viku. Nú eru Eistarnir að endurgjalda heimsóknina og eru nemendur að vinna að verkefninu „Við erum ólík en samt svo lík“  sem er samanburður á lífi ungs fólks í Eistlandi og á Íslandi.

Fréttasafn