7. okt. 2009

Lokafundur í RetAiL

                                    

 

RetailVerzlunarskóli Íslands hefur í tæp tvö ár stýrt Leonardo da Vinci verkefninu ‘Retail Management for Adults in Lifelong Learning - RetAiL'. Verkefninu lýkur um næstu áramót og þessa dagana er lokafundur verkefnisins haldinn hér í skólanum.

RetAiL er fjarnámsefni í verslunarstjórnun, ætlað fólki 18 ára eða eldra sem unnið hefur í verslun í a.m.k. 2 ár. Námsefnið verður tilbúið í janúar 2010 og verður kennt í þeim skólum sem staðið hafa að samningu þess. Það eru auk Verzlunarskóla Íslands, North Highland College í Thurso, Skotlandi og TAMK – University of Applied Sciences í Tampere í Finnlandi.

Heimasíða verkefnisins er http://leoretail.com

Fréttasafn