Gestir frá Frakklandi
25 nemendur og 2 kennarar frá Lycée Fulbert í Chartres í Frakklandi heimsækja 5. bekk dagana 12. - 18. október.
Heimsókn þessi er upphafið á samstarfi skólanna tveggja og munu íslensku nemendurnir endurgjalda heimsóknina næsta vor og dvelja í Chartres í eina viku. Þetta er í annað sinn sem Verzlunarskólinn vinnur með Lycée Fulbert. Verkefnið er unnið undir stjórn Sigrúnar Höllu Halldórsdóttur og Hrafnhildar Guðmundsdóttur frönskukennara.