19. okt. 2009

Úrslit í landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2008-2009

Hilda-TorresKatrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra veitti Hildu Torres, spænskukennara, verðlaun í flokki framhaldsskóla í landskeppni eTwinning verkefna fyrir skólaárið 2008 - 2009. Verkefni Hildu hét Are we so different? ¿Y tú cómo vives?  og í umsögn dómnefndar má lesa eftirfarandi: Viðamikið og flott verkefni og ljóst að þátttakendur hafa lagt mikla alúð og vinnu við það, bæði nemendur og kennarar. Nemendur í þátttökulöndunum tveim höfðu mismunandi markmið að hluta, íslensku rrrnemendurnir voru fyrst og fremst að læra spænsku en þeir spænsku lærðu ensku og dálitla íslensku, áhugavert að sjá hvernig tókst að leysa þetta og vinna með mismunandi tungumál. Dæmi um skemmtilega notkun á upplýsingatækni eru hljóðupptökur á vefsvæðinu voxopop. Unnið var með þemu sem greinilega féllu að áhugasviði nemenda og hefur það eflaust aukið áhuga þeirra á náminu. Augljóslega lifandi og skemmtilegt tungumálanám sem hefur átt sér stað í þessu verkefni. Þetta var reyndar eina verkefnið frá framhaldsskóla, því miður. Verkefnið er enga að síður fyllilega fullsæmt af því að hljóta viðurkenningu.“

Fréttasafn