Fjarvistir og leiðréttingar
Að gefnu tilefni er það áréttað að fjarvistir nemenda eru ekki leiðréttar lengra aftur en sem nemur tveimur vikum (þrjár vikur ef erindið fer í gegnum námsráðgjafa). Gildir þá einu hvort komið er með vottorð eður ei. Nemendum á að vera kunnugt um ábyrgð sína gagnvart því að mæting þeirra sé rétt skráð.