18. nóv. 2009

Gestur í fantasíunámskeiði

ottarRithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð var gestur í samvinnunámskeiði ensku og íslensku um fantasíur og vísindaskáldskap mánudaginn 16. nóvember. Óttar var að senda frá sér bókina Pardísarborgin sem fjallar um borg sem verður undirlögð af dularfullum myglusvepp. Óttar á fjölbreyttan feril að baki, hann hefur skrifað hágæða spennusögur á borð við Hníf Abrahams og svo óvenjulegri verk eins og fjórblöðung um ævi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Óttar las úr nýju bókinni,   og  síðan voru umræður um starf rithöfundarins fróðlegar og hvetjandi;  m.a. um eðalkvikmyndir á borð við Swamp Thing, muninn á fagurbókmenntum og spennubókmenntum, Dan Brown og hvernig er að skrifa um hryllilega hluti.  Hér má lesa dóm Kistunnar um  Paradísarborgina.

Fréttasafn