1. des. 2009

Haustannarpróf

Mánudaginn 30.nóvember hefjast haustannarpróf í Verzlunarskóla Íslands. Hægt er að nálgast próftöflu dagskólans og fjarnámsins  á slánni hér að ofan.  Nemendum er bent á að skoða vel klukkan hvað prófin hefjast því það getur verið breytilegt eftir dögum. Einnig geta stofutöflur breyst. Nemendur eru minntir á ábyrgð sína gagnvart því að mæta á réttum tíma í prófin.  Veikindi þarf að tilkynna símleiðis á prófdaginn. Sjúkrapróf fara fram 14.desember. Einkunnir verða afhentar þann 18.desember og þá verður einnig prófsýning.  Verzlunarskólinn óskar nemendum sínum góðs gengis í prófunum.

Fréttasafn