4. des. 2009

Hlynur Þór Sigurðsson

 

Hlynur-Thor-SigurdssonHlynur Þór Sigurðsson, nemandi í 5-X, verður jarðsunginn í dag.  Hlynur Þór var einstaklega ljúfur og góður drengur. Hann stundaði nám sitt af mikilli kostgæfni og var öðrum nemendum góð fyrirmynd í framkomu, námsárangri og vináttu. Það hefur komið berlega í ljós undanfarna daga hve hlýlega allir, sem þekktu hann, hugsa til hans.  Það var bæði sorglegt og aðdáunarvert að sjá nemendur og starfsmenn skólans sýna samhug sinn til fjölskyldunnar í verki með því að rita í minningarbók um Hlyn Þór sem lá hér frammi í skólanum og hafði verið útbúin af bekkjarfélögum hans og vinum. Það var linnulaus röð við bókina frá morgni til lokunar.  Við skiljum ekki ástæðuna fyrir því að hann var tekinn frá okkur en erum þakklát fyrir að hafa kynnst svona heilsteyptum ungum manni.

Hugur okkar allra er hjá fjölskyldu Hlyns Þórs.  Verzlunarskóli Íslands sendir aðstandendum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur.  Minningin um fyrirmyndardreng mun lifa. 

 

Ljóð samið í minningu Hlyns Þórs:

 

Elsku besti vinur

frá okkur hvarfstu skjótt

skildir okkur eftir

í aldimmri nótt.

En dagur nóttina nemur

og með bros þitt þú kemur;

eilíft í okkar hjarta

býr myndin af vininum bjarta.

 

Tómas Hrafn Ágústsson

bekkjarfélagi Hlyns í 5-X

Fréttasafn