7. des. 2009

Einkunnaafhending og upphaf vorannar.

 

Einkunnir dagskólans verða afhentar föstudaginn 18. desember klukkan 11:45. Umsjónarkennarar afhenda nemendum einkunnir í heimastofum.

Prófsýningin verður sama dag frá klukkan 12:45 til 14:15.

Skólahald hefst aftur klukkan 10:00 mánudaginn 4. janúar með því að nemendur fara í sínar heimastofur þar sem umsjónarkennarar  afhenda stundaskrár.

Nemendur í fjarnámi fá einkunnir sínar í pósti. Skráning í áfanga á vorönn hefst 5. janúar og lýkur 18. janúar. Lykilorð verða afhent 26. janúar og kennsla hefst samdægurs.

 

Fréttasafn