1. feb. 2010

Nemendamótið

 

Senn líður að því að 78. Nemendamót Verzlunarskólans verði haldið hátíðlegt. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands stendur ár hvert fyrir uppsetningu á söngleik í tengslum við árshátíð nemenda.  Að þessu sinni er það söngleikurinn Thriller sem frumsýndur verður í Loftkastalanum þann 4. febrúar næstkomandi. Söngleikurinn er eftir Ívar Örn Sverrisson og er hann byggður á lögum Michels Jacksons. Ívar Örn er einnig leikstjóri sýningarinnar. Jón Ólafsson fer með tónlistarstjórn og danshöfundur er Stella Rósenkranz, Búningar, förðun og leikmynd eru unnin af nemendum skólans.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef sýningarinnar.

Fréttasafn