1. mar. 2010

Ensk ræðukeppni – verslingar sigursælir

 

HaraldurLaugardaginn 27. febrúar stóð 'The English Speaking Union' á Íslandi (http://groupspaces.com/esu/) fyrir ræðukeppni á ensku í nýju húsnæði Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík. Verkefnið studdu sendiráð enskumælandi landa, Bandaríkjanna, Bretlands og Indlands, og voru fulltrúar þeirra viðstaddir. Sex keppendur mættu:  frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum á Akureyri, Fjölbrautaskólanum Ármúla og Verzlunarskóla Íslands. Umræðuefni voru margvísleg, hlýnun jarðar, lögleiðing eiturlyfja, Facebook og hvers Oddurvegna ástæða væri til bjartsýni fyrir íslendinga. Bogi Ágústsson stýrði keppninni og í dómnefnd sátu Alyson Bailes, Einar Hreinsson og Mallika Swaminathan.  Skemmst er frá því að segja að með ræðu sinni um að fólk ætti að venja sig af því að óttast breytingar (og mannrán!) lenti Haraldur Tómas Hallgrímsson, 6Y, í öðru sæti og sigur úr býtum bar Oddur Sigurðsson, 6T , með málsvörn fyrir lýtalækningar. Glæsilegur árangur hjá okkar mönnum – fulltrúi bandaríska sendiráðsins sá Odd fyrir sér sem öflugan málþófsmann í framtíðinni! Oddur  fer til Lundúna í maí og keppir hopurinnþar í ræðulist við ungmenni hvaðanæva að úr heiminum. Ytra verður einnig boðið upp á leikhúsferðir, kynnisferð í þinghús Breta og fleiri  viðburði. Sá eða sú sem ber sigur úr býtum í alþjóðlegu keppninni mun síðar taka við viðurkenningu í konungshöllinni Buckingham Palace. Bar öllum viðstöddum saman um að frammistaða allra keppenda hafi verið frábær, og öruggt mál að þessi viðburður á eftir festa sig í sessi hér á landi.

Fréttasafn