16. apr. 2010

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2010

Forritun_1048Þann 27. mars sl. fór fram Forritunarkeppni framhaldsskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Keppninni vex ásmegin með hverju árinu sem líður og til marks um það þá var styrktaraðili í fyrsta skipti í ár en Nýherji sá um verðlaun og uppihald keppenda. Að þessu sinni kepptu 30 lið í þremur deildum. Versló var meðal þátttakenda og sendi til leiks tvö lið. Það voru nemendur af eðlisfræðisviði úr 5-Y og einn nemandi úr 6-Y, sem mynduðu liðin.

Bæði lið Versló kepptu í delta-deild og var liðið Jocks í baráttunni um 1. sætið en rétt missti af því á lokasprettinum. Þeir fengu 28 stig en sigurvegararnir hlutu 29 stig. Annað sæti hlutskiptið en engu að síður mjög góður árangur. Liðið Jocks skipuðu Bjarni Benediktsson og Gunnar Jörgen Viggósson úr 5-Y ásamt Haraldi Tómasi Hallgrímssyni úr 6-Y. Á myndinni sjást strákarnir úr Jocks ásamt kennara sínum. Frá vinstri: Halldór Ingi Kárason, Bjarni Benediktsson, Haraldur Tómas Hallgrímsson og Gunnar Jörgen Viggósson.

Smelltu á myndina til að stækka hana.

Nánar á http://www.forritun.is/.

Fréttasafn