16. apr. 2010

Verðlaun í stuttmyndasamkeppni

 

stuttmyndaverdlaunahafarMiðvikudaginnn 14. apríl fóru fram pallborðsumræður í Iðnó á vegum þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýskukennara og þýskudeildar Háskóla Íslands. Yfirskriftin var "Af hverju þýska". Við þetta tækifæri voru einnig veitt verðlaun fyrir þýskuþraut framhaldsskólanna og stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku. Í stuttmyndasamkeppninni varð hópur frá MR í fyrsta sæti með myndina "Klopf klopf".  Í öðru sæti varð hópur frá Verzlunarskólanum með myndina "Die Berliner Mauer", en í hópnum voru þeir Árni Sturluson, Ísak Einar Rúnarsson, Kári Tristan Helgason, Oddur Steinn Einarsson og  Starkaður Hróbjartsson í 4-U. í Þriðja sæti varð einnig hópur úr Versló með myndina "Der Dartmeister", en það voru þeir Anton Egilsson, Lúðvík Már Lúðvíksson og Sindri Már Kaldal í 4-F.

Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til stuttmyndasamkeppninnar og stendur til að gera þetta að árvissum atburði.

Á myndinni má sjá verðlaunahafa ásamt Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra sem afhenti verðlaunin.

Smelltu á myndina til að stækka hana.

Fréttasafn