14. maí 2010

Afhending einkunna og brautskráning

 

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 22. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 12:45 og lýkur um klukkan 15:00. Að athöfn lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.

 

Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 19. maí klukkan 10:00 í Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og því eru nemendur beðnir um að mæta snyrtilegir til fara.

 

Nemendur í 3. og 5. bekk fá einkunnir afhentar í heimastofum miðvikudaginn 19. maí klukkan 12:15.

Fréttasafn