Nýnemaferð
Föstudaginn 3. september munu eldri nemendur skólans bjóða nýnema velkomna í skólann með sínum hætti. Eins og undanfarin tvö ár verður farið í sólarhringsferð sem skemmtinefnd Nemendafélagsins skipuleggur og stýrir, undir handleiðslu starfsfólks. Nemendur verða sóttir í heimastofur sínar klukkan 11:20 og leiddir niður á marmara og síðan ekið sem leið liggur til Stokkseyrar. Þegar þangað er komið tekur við skemmtileg dagskrá þar sem m.a. verður farið í ýmsa leiki og um kvöldið verður grillað og haldin kvöldvaka. Komið verður til baka um hádegi á laugardag. Starfsmenn skólans verða að sjálfsögðu með í för og vonumst við til að ferðin verði ánægjuleg fyrir alla.